Algengar Spurningar

Hvað er Google Maps Markaðssetning?

Í stuttu máli er markaðssetning Google Maps aðferð til að auðvelda viðskiptavinum að finna fyrirtækið þitt. Þó að þetta geti verið mjög gagnlegt fyrir stór fyrirtæki, þá er það ómissandi fyrir smærri fyrirtæki. Markaðssetning Google Maps snýst ekki bara um sýnileika heldur snýst líka um staðsetningu. Ef notað rétt, getur Google Maps spilað stórann þátt í markaðssetningu.

Hvað er Google My Business?

Google My Business var áður Google Places, gerir fólki kleift að skrá vefsíður (fyrirtæki) sínar til að vera sýnilegri í leitarniðurstöðum. Eigendurnir geta skráð upplýsingar inn á Google, s.s. heimilisfang, opnunartíma og vitnisburðir viðskiptavina.

Hvað er ábótavant hjá mörgum fyrirtækjum í Google My Business??

Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki skrái fyrirtækið hjá Google, þá skrá þau einungis grunn upplýsingar og mjög oft ófullnægjandi. Þetta skilar sér því miður í lakari leitarniðurstöðum hjá Google. Við hjá Vefvirkni viljum tryggja að skráningin hjá Google My Business sé eins góð og hægt er.

Af hverju ætti ég að skrá fyrirtækið mitt í Google My Busienss?

Það að skrá fyrirtækið í Google My Business ætti að hafa mjög háann forgang. Áhrif skráningar og hafa réttar upplýsingar sýnir Google að fyrirtækið er alvöru og það eykur trúverðugleika.

Samþykktarferlið kann að taka vikur, búast má við að Google sendi bréf á uppgefið heimilisfang fyrirtækisins með einkvæmu PIN númeri til að staðfesta skráningu.

Hvert er markmiðið með Google Maps markaðssetningu?

Endanlegt markmið Google Maps markaðssetningar er að komast í svokallaðann 3-pack sem er mjög ofarlega í leitarniðurstöðum hjá Google. Rétt skráning á Google My Business og aðhald hefur líka jákvæð áhrif á leitarniðurstöður.

Af hverju tekur þetta tíma?

Það að betrum bæta sýnileika í Google Maps og Google mun líklega taka tíma. Sé vel haldið utan þessa vinna munu verða jákvæðar breytingar.

Af hverju er mikilvægt að hafa vitnisburði?

Það er óljóst að hvaða marki vitnisburður fólks hefur á Google Maps og 3-pack leitarniðurstöður, hins vegar fyrirtæki sem er með vitnisburði munu örugglega fá betri leitarniðurstöður heldur en fyrirtæki með engann vitnisburð. Við teljum því nauðsynlegt að fyrirtæki hafi vitnisburði. Það skiptir máli að svara bæði jákvæðum og neikvæðum vitnisburðum.

Hvað er leitarvélabestun?

Leitarvélabestun má skipta upp í tvo flokka:
Innansíðubestun og utansíðubestun.
Innansíðubestun (on site), snýr að uppsetningu á vefnum, gæði efnis, fyrirsagnir ofl.
Utansíðubestun (off site), snýr að tengslum við utanaðkomandi síður. Baktenglar frá öðrum síðum skiptir máli.
Það þarf að vanda til verk með baktengla. Rangur baktengill getur skaðað niðurstöður hjá leitarvélum.
Hraði vefsíðu skiptir miklu máli í þessu ferli.

Um okkur

Við höfum aðstoðað fyrirtæki í leitarvélabestun, sett upp vefsíður og lagað þær til.

Hafðu samband og fáðu frítt tilboð!

Frí skoðun og tilboð

  GSM: 842-4300

 Email: vefvirkni at vefvirkni.is

Google My Business skráning er ein besta leiðin til að fá fleiri viðskiptavini